uppskrift að gulrótarköku
Botnar:
4 egg
2 bollar púðursykur (eða 5 dl)
3 bollar rifnar gulrætur
1 lítil dós kurlaður ananas
2 bollar KORNAX hveiti (eða 5 dl)
2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilla
1 1/2 bolli bragðdauf olía
1 1/2 Bolli matarolía (eða ca. 3,25 dl)
Aðferð:
1. Þeytið saman sykur og egg þar til blandan verður ljósbrún.
2. Rífið niður gulrætur og bætið þeim út í, hrærið í smá stund.
3. Bætið öðru hráefni saman við og hrærið í 2 – 3 mínútur eða þar til deigið hefur blandast vel saman.
4. Smyrjið tvö hringlaga form og skiptið deiginu jafnt í formin. Bakið við 180°C í 35 – 40 mínútur.
*Það er gott að stinga prjóni eða endanum á gaffal í kökuna eftir ca. 35 mínútur, ef kakan er enn blaut þarf hún aðeins lengri tíma.
*Kælið kökubotnana mjög vel áður en þið setjið á þá krem